Nýjast á Local Suðurnes

Tábrotin Skessa fékk meðferð hjá hafnarstarfsmönnum

Skessan var plástruð á dögunum

Það er óhætt að segja að það sé ansi vítt starfssviðið hjá hafnarstarfsmönnum Reykjanesbæjar en á meðal þeirra verkefna sem þeir hafa þurft að fást við fyrir Ljósanótt er að laga ýmis “meiðsli” sem Skessan í hellinum hefur orðið fyrir að undanförnu.

Skessan skartar nú nýjum lærum og hnjám auk þess sem hún hefur endurheimt litlu tá. Hafnarstarfsmenn beina þeim tilmælum til bæjarbúa að fara varlega í kringum Skessuna svo hún verði ekki fyrir frekara hnjaski.

 

skessan fotbrot

Skessan var illa tábrotin

skessan gips

Búið að gipsa

skessan plastur

Og loks var svo settur plástur yfir sárið