Nýjast á Local Suðurnes

Stefnir í bráðskemmtilega vortónleika Karlakórs Keflavíkur og Eyþórs Inga

Það stefnir í bráðskemmtilega vortónleika hjá Karlakór Keflavíkur í kvöld og annað kvöld því kórinn hefur fengið sjálft rokkgoðið Eyþór Inga Gunnlaugsson til liðs við sig og mun hann taka nokkur vel valin lög með kórnum.

Kórinn mun flytja klassísk karlakóralög fyrir hlé og hafa síðan léttleikann ráðandi eftir hlé þar sem kórinn tekur nokkur gömul og ný popplög og endar svo á hressilegu rokki með aðstoð Eyþórs.

Flutt verða lög sem voru gerð vinsæl af eða eru eftir Richard Wagner, Árna Thorsteinsson, Áskel Jónsson, Sigurð Sævarsson, Pál Ísólfsson, Gunnar Þórðarson, Braga Valdimar Skúlason, Mugison, Hjálma, Ásgeir Trausta, Rúnar Júlíusson, Leonard Coen, Queen o.fl.

Fram koma:

Karlakór Keflavíkur, stjórnandi Jóhann Smári Sævarsson
Eyþór Ingi Gunnlaugsson

Hljómsveit:
Arnór Vilbergsson píanó og hljómborð.
Sigurgeir Sigmundsson gítar.
Halldór Lárusson trommur.
Þorgils Björgvinsson bassi.

Húsið opnar kl.19:30
Tónleikar hefjast kl 20:30