sudurnes.net
Sjóarinn síkáti hófst formlega í dag - Götugrill um allan bæ! - Local Sudurnes
Bæjarhátíð Grindvíkinga, Sjóarinn síkáti hófst formlega í dag þar sem hápunkturinn er brygguballið með Páli Óskari, Ingó Veðurguð, Friðriki Dór, Jónissyni, Ellerti og fleiri skemmtikröftum. Þá mun söguratleikur Grindavíkur fara fram á meðan á hátíðinni stendur og eru glæsilegir vinningar í boði. Söguratleikur Grindavíkur 2016 sem byggir á heimildum um Tyrkjaránið. Tyrkjaránið í Grindavík 1627, þegar 12 Íslendingum, þar af helmingur Grindvíkingar og þremur Dönum var rænt í Grindavík, auk áhafnar á kaupfari utan við víkina. Sýnilegar minjar og sögur um atburðinn eru viðfangsefni ratleiksins. Bókstafi og tölustafi á hverjum stað þarf að færa inn á lausnarblaðið og skila því í Kvikuna ekki síðar en 24. júní. Dregið verður úr réttum lausnum og það tilkynnt í Jónsmessugöngunni á Þorbirni 25. júní. Vinningar: Gjafabréf í Bláa Lónið og þriggja rétta máltíð á Lava Restaurant. Dagskrá Sjóarans í dag: Kl. 06:00 – 20:10 Opnunartími Sundlaugar Grindavíkur Kl. 10:00 – 24:00 Kvikan, auðlinda- og menningarhús – Hafnargötgu 12A. Opið á Saltfisksýninguna, jarðorkusýninguna og Guðbergsstofu. Kl. 12:00-18:00 Blómakot: 15% afsláttur af kertum og servéttum. Hlutavelta, engin 0. Kl. 12:00 Sjómannastofan Vör: Hádegishlaðborð. Súpa, salatbar og fiskur dagsins. Kl. 12:00 Kanturinn: Brakandi ljúffeng humarsúpa, klúbb samlokur og börgerar, kaldur á Kantinum. Kl. 13:00-17:00. VIGT Hafnargata 11. Verslun og [...]