sudurnes.net
Sjálfsbjörg styrkir Umhyggjugönguna - Nú fer hver að verða síðastur - Local Sudurnes
Nú fer hver að verða síðastur að styrkja Umhyggjugönguna 2015 en sem kunnugt er gekk lögreglumaðurinn Sigvaldi Arnar Lárusson frá Keflavík til Hofsóss eftir að hafa tapað veðmáli um kjör á íþróttamanni ársins 2014. Sjálfsbjörg á Suðurnesjum bættist á dögunum í hóp þeirra fjölmörgu sem lagt hafa söfnuninni lið en félagið styrkti Umhyggjugönguna um 100 þúsund krónur. “Nú fer hver að verða síðastur til að leggja þessu málefni lið og langar mig til að biðla til ykkar sem ekki hafið styrkt þetta verkefni um að gera það. Margt smátt gerir eitt stórt og allur þessi peningur mun koma til með að bæta líf þessara barna.” Sagði Sigvaldi á Facebook síðu verkefnisins. Reikningsnúmerið er 0142-15-382600 og Kennitalan 090774-4419. Meira frá SuðurnesjumSplæsum afmælisgjöf á Sigvalda – Söfnunarreikningurinn enn opinnCourtyard hlýtur eftirsótt verðlaun annað árið í röðAmabadama startar Trúnó – Aðeins 100 miðar í boðiGöngunni lokið en áfram verður safnaðReykjanesbær hefur keppni í Útsvari í kvöldUmmæli Lagerback um móttökurnar við Reykjanesbraut rötuðu í heimspressunaSólseturshátíðin í Garði hefst á mánudagIsavia styrkir Umhyggjugönguna – Söfnunin hefur gengið vonum framarTafir á uppsetningu á EM-Risaskjá í skrúðgarðinumLjósanótt: Minningarstund III fimmtudaginn 3. september kl 17.00