Nýjast á Local Suðurnes

Risa rokktónleikar í Grindavík

Alls munu 15 flytjendur, sem flestir búa í, hafa búið í eða tengjast Grindavík á einhvern hátt, koma fram á rokktónleikum sem haldnir verða í tengslum við bæjarhátíð Grindvíkinga, Sjóarann síkáta. Þetta fólk kemur úr ólíkum áttum en á það sameiginlegt að njóta þess að flytja frábæra tónlist.

Hópurinn ætlar að flytja framsækið rokk (e. Progressive Rock), sem átti sitt blómaskeið á áttunda áratugnum. Flutt verða lög eftir hljómsveitir á borð við Pink Floyd, Marillion, Yes og Queen, í bland við nýrra efni.

Tónleikarnir verða haldnir í íþróttamiðstöðinni í Grindavík fimmtudaginn 2. júní klukkan 21:00 og kostar 2.000 krónur inn.

Eftirtaldir listamenn munu koma fram á tónleikunum:

Söngur:
Bergur Ingólfsson
Bjarni Halldór Kristjánsson
Ellert Jóhannsson
Helgi Jónsson
Páll Jóhannesson
Sólný I. Pálsdóttir
Tómas Guðmundsson
Urður Bergsdóttir
Gítar:
Bjarni Halldór Kristjánsson
Guðjón Sveinsson
Hljómborð:
Gísli Þór Ingólfsson
Kristján Kristmannsson
Saxófónn:
Kristján Kristmannsson
Þverflauta:
Telma Sif Reynisdóttir
Bassi:
Sveinn Ari Guðjónsson
Þorsteinn Ý. Ásgeirsson
Trommur:
Einar Merlin Cortez
Hreiðar Júlíusson