Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbær vill komast í farsímamyndirnar þínar

Aðal sýning Listasafns Reykjanesbæjar á Ljósanótt verður sýning á alls konar myndum, teknum á farsímum við alls kyns tækifæri, af alls konar fólki, stöðum eða uppákomum. Hvernig er daglegt líf á Suðurnesjum í leik og starfi? Hvað varst þú að gera, börnin eða gamla fólkið? Var eitthvað um að vera í vinnunni, tómstundunum og svo framvegis? Hvernig lítur eitt ár á Suðurnesjum út í myndum?

Eina skilyrðið er að myndirnar séu teknar á tímabilinu 17. júní 2017 – 17. júní 2018 og á Suðurnesjum

Mjög einfalt er að senda inn myndir og hægt að gera það bæði beint úr símanum eða úr tölvu. Á vef Listasafns Reykjanesbæjar www.listasafn.reykjanesbaer.is er frétt með fyrirsögninni „Eitt ár á Suðurnesjum – ljósmyndasýning“. Þar er myndunum hlaðið inn með því að smella á hlekkinn „Smelltu hér til að hlaða inn myndum“.

Veitt verða verðlaun fyrir vinningsmyndir sem valdar verða af sérstakri dómnefnd og allar myndir verða sýndar á Ljósanætursýningu Listasafns Reykjanesbæjar, „Eitt ár á Suðurnesjum.“