Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbær leitar að fulltrúum til að taka þátt í Útsvari

Reykjanesbær leitar að fulltrúum til að taka þátt í spurningakeppni sveitarfélaganna, Útsvari sem sýnt verður á RÚV í vetur. Reykjanesbær komst í átta liða úrslit í síðustu þáttaröð en liðið datt úr keppni eftir æsispennandi viðureign við lið Reykjavíkur.

Eftirfarandi tilkynning birtist á Fésbókarsíðu Reykjanesbæjar en þar er meðal annars að finna upplýsingar um hvernig hægt er að koma ábendingum um fólk sem gæti hentað í liðið:

Nú styttist í að Útsvar spurningakeppni sveitarfélaganna hefjist á nýjan leik. Að venju leitum við eftir ábendingum að fróðu og góðu fólki sem gætu orðið mögulegir fulltrúar bæjarins í kepnninni. Nú er um að gera að senda okkur tillögur í skilaboðum eða töluvpósti á menningarfulltrui@reykjanesbaer.is. Koma svo!