sudurnes.net
Reykjanesbær hefur keppni í Útsvari í kvöld - Local Sudurnes
Spurningaþáttur sveitarfélaganna, Útsvar, hefur nú hafið göngu sína á nýjan leik og er einum þætti lokið, þar sem Hafnarfjörður hafði betur á móti Árborg. Á föstudagskvöld kl. 20 mætir hið frækna lið Reykjanesbæjar til leiks og etur kappi við lið Seltjarnarness. Lið Reykjanesbæjar er óbreytt frá síðasta vetri og er skipað þeim Baldri Guðmundssyni, Grétari Sigurðssyni og Guðrúnu Ösp Theodórsdóttur sem komust alla leið í 8 liða úrslit í vor þar sem þau töpuðu fyrir liði Reykjavíkur, eftir að hafa sigrað þau fyrr á keppnistímabilinu. Lið Seltjarnarness komst í undanúrslit í síðustu keppni þar sem þau töpuðu og einnig fyrir Reykjavík. Það má því eiga von á hörkukeppni þegar þessi tvö lið mætast og hvernig sem fer þá getum við treyst á góða kvöldskemmtun, þar sem aðalsmerki liðs Reykjanesbæjar er auðvitað hversu skemmtilegt það er. Meira frá SuðurnesjumCourtyard hlýtur eftirsótt verðlaun annað árið í röðUmhyggjugangan styrkir tvö langveik börn á SuðurnesjumVon á um 400 þátttakendum á landsmót í GrindavíkÁnægja með EM-Skjáinn – Allir leikirnir í 8 liða úrslitunum í beinni á skjánum53 útskrifuðust frá FS – Sylvía Rut er dúx haustannarÓskir íslenskra barna – Áhrifamikil ljósmyndasýning í Duus SafnahúsumSjálfsbjörg styrkir Umhyggjugönguna – Nú fer hver að verða síðasturMæta Kópavogi í [...]