Nýjast á Local Suðurnes

Öskudagur got talent í Fjörheimum á öskudag

„Öskudagur Got Talent“ fer fram í annað sinn í Fjörheimum á öskudaginn þann 10. febrúar.

Í fyrra komu hátt í 300 krakkar í Fjörheima, í skrautlegum búningum með 32 glæsileg öskudagsatriði sem flutt voru á sviði fyrir framan sérstaka dómnefnd. Verðlaun voru veitt fyrir atriði úr 1. – 4. bekk og 5.- 10. bekk. Sigurvegarar í yngri flokki voru þær Berglaug Aþena, Hekla, Katla og Unnur Ísold úr Njarðvíkurskóla en þær Hafdís Eva Pálsdóttir og Gyða Dröfn Davíðsdóttir úr Myllubakkaskóla í eldri.

Það eina sem þarf að gera er að mæta í Fjörheima, Hafnargötu 88, með vel æft öskudagsatriði. Skráning er á staðnum og undirspil sótt á Youtube á staðnum. Allt verður tekið upp á vídeó sem verður hægt að skoða á Youtube.

Veitt verða verðlaun fyrir bestu/skemmtilegustu atriðin. Dagskráin stendur frá kl. 12 – 15 og er öllum opin.