sudurnes.net
Nettó gefur súpu á Menningarnótt - Löguð úr hráefni sem komið er á síðasta söludag - Local Sudurnes
Til að sporna gegn matvælasóun býður Suðurnesjafyrirtækið Nettó upp á diskósúpu á Menningarnótt undir merkjum átaksins Minni sóun. Tilgangurinn er að ylja gestum með bragðmikilli súpu sem elduð er úr hráefni sem komið er á síðasta söludag eða er útlitsgallað og færi undir öðrum kringumstæðum í ruslið þó það sé enn í fullu fjöri. Diskósúpan inniheldur því allskonar ljúffengt grænmeti og verður bæði vegan og glútenfrí en stútfull af stemmingu. Súpupartýið er hluti af Garðpartýi Bylgjunnar og verður staðsett í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt milli kl. 17 og 19. Þjóðþekktir Íslendingar með dálæti á súpum og andstyggð á sóun matvæla munu skenkja súpuna með glæsibrag. Meira frá SuðurnesjumNettó gefur súpu á Menningarnótt – Nýta hráefni sem komið er á síðasta söludagSýning á Þingvallamyndum í DUUS – Framlag Reykjanesbæjar til fullveldishátíðarinnar 2018Courtyard hlýtur eftirsótt verðlaun annað árið í röðTeiknimyndafígúrur til sýnis á menningarviku í GrindavíkHalda bæjarhátíð í SuðurnesjabæOpið fyrir umsóknir um sölukofa og viðburði í AðventugarðinumLjósanótt: Gamli bærinn mun iða af lífi og tónlist í kvöldRéttað í Þórkötlustaðarétt á laugardaginnVogabúar taka á móti Friðarhlaupurum á morgunLandsmótsgestir hafa verið áberandi í Grindavík