sudurnes.net
Náttúrufegurð Reykjaness fær að njóta sín í nýrri stuttmynd - Myndband! - Local Sudurnes
Stuttmyndin Hittarar & Krittarar! verður frumsýnd þann 15. Apríl næstkomandi, klukkan 20, í Bíó Paradís, en um er að ræða lokaverkefni Suðurnesjamannsins Daða Einarssonar við Kvikmyndaháskóla Íslands. Hittarar & Krittarar er stuttmynd um hóp af ungum krökkum sem koma saman og spila hið vinsæla borðspil Dungeons & Dragons, en inni í leiknum berjast þau við illa galdramenn, uppvakninga og útsmogna óþokka, auk þess sem óumflýanleg persónuleg vandamál koma upp við spilaborðið. Myndin er öll tekin upp á Reykjanesi og er óhætt að segja að náttúrufegurð skagans fái að njóta sín í myndinni. Þá er einn af aðalleikurum myndarinnar, Guðsteinn Fannar Ellertsson Suðurnesjamaður. Daði segir myndina vera óð til nördisma og í svipuðum stíl og kvikmyndin Astrópía sem kom út fyrir um áratug síðan. Þá segir Daði Reykjanesið henta vel í kvikmyndatökur. “Myndin er óður til nördisma og hlutverkaspila í svipuðum anda og Astrópía sem kom út fyrir 10 árum síðan. Myndin sjálf er spennandi og tilfinningarík mynd um ungt fólk og vandamál innan vinahópa. Hún er tekin upp að mestu leiti á Suðurnesjunum og Reykjanesskaga, sem henta mjög vel til svona verkefna.” Segir Daði. Að sýningunni lokinni mun Júlí Heiðar Halldórsson spyrja Daða Einarsson, leikstjóra myndarinnar, Jönu Arnarsdóttur framleiðanda og leikarana, þau Guðsteinn, Óskar, Þórhildi og [...]