Nýjast á Local Suðurnes

Mikið fjör þegar ljós voru tendruð á jólatrénu í Grindavík

Mynd: Grindavik.is

Ljósin á jólatrénu á Landsbankatúninu í Grindavík voru tendruð í gær í blíðskapar veðri en nokkru frosti. Þrátt fyrir kuldann mætti fjöldi fólks til að taka þátt í fjörinu. Það kom sér vel að unglingadeildin Hafbjörg bauð upp á heitt súkkulaði til að ylja kroppinn og piparkökur og mæltist það ákaflega vel fyrir.

Að vanda var boðið upp á tónlistaratriði með nemendum Tónlistarskólans, Barnakór Grindavíkur flutti jólalög og Kristín María Birgisdóttir formaður bæjarráðs flytti ávarp fyrir hönd bæjarstjórnar.

Fjöldi fólks mætti þegar ljósin voru tendruð á jólatrénu í Grindavík - Mynd Grindavik.is

Fjöldi fólks mætti þegar ljósin voru tendruð á jólatrénu í Grindavík – Mynd Grindavik.is

Flestir biðu að sjálfsögðu eftir jólasveinunum og mættu þeir með miklum látum og slógu um sig og tóku lagið. Lokalagið var að sjálfsögðu uppáhalds lag jólasveinanna, Ég sá mömmu kyssa jólavein. Fengu jólasveinarnir þann heiður að kveikja á jólatrénu og voru þeir ákaflega glaðir að fá að gera það.

Urðu svo fagnaðarfundur á sviðinu þegar systkini jólasveinanna, Langleggur og Skjóða, mættu á svæðið og buðu upp á skemmtilega leikþátt þar sem jólakötturinn kom við sögu.