sudurnes.net
Miðasala hafin á Söngvaskáld 2017 - Síðast komust færri að en vildu - Local Sudurnes
Miðasala er hafin á Söngvaskáld 2017, en að þessu sinni verður fjallað um söngvaskáldin Ingibjörgu Þorbergs, Þorstein Eggertsson og Magnús Þór Sigmundsson. Tónleikarnir fara fram þann 2. febrúar, 2. mars og 6. apríl. Tónleikarnir verða haldnir í Bergi í Hljómahöll þar sem kynnt verður sagan á bak við tónlistina í heimilislegri stemningu. Kynnir og handritshöfundur er Dagný Gísladóttir, söngvari er Elmar Þór Hauksson og útsetningar og píanóleikur er í höndum Arnórs B. Vilbergssonar sem nýverið hlaut Menningarverðlaun Reykjanesbæjar. Ingibjörg Þorbergsdóttir 2. febrúar 2017 Ingibjörg Þorbergs er án nokkurs vafa eitt af stóru nöfnunum í íslenskri tónlistarsögu. Hún varð snemma þekkt söngkona og að auki kunn fyrir lög og ljóð barnalaga og jólalaga sem hafa lifað fram á þennan dag. Má þar nefna Hin fyrstu jól, jólaköttinn og Aravísur. Ingibjörg var fyrst íslenskra kvenna til að ljúka einleikaraprófi á blásturshljóðfæri og frumkvöðull í plötuútgáfu en hefur varðað leið kvenna í íslenskri tónlist með framlagi sínu. Ingibjörg nær þeim áfanga að verða níræð á árinu og því við hæfi að kynna þetta fjölhæfa söngvaskáld. Þorsteinn Eggertsson 2. mars 2017 Þeir eru ófáir lagatextarnir sem Þorsteinn Eggertsson hefur samið, og eins og sagt er í laginu: ef þú vilt fá skammt af ánægju [...]