sudurnes.net
Með Soul í auga á Ljósanótt - Einvalalið tónlistarmanna tekur þátt í sýningunni - Local Sudurnes
Soul tónlist allra tíma er viðfangsefni tónleikaraðarinnar ,,Með blik í auga” þetta árið sem gengið hefur fyrir fullu húsi á Ljósanótt í Reykjanesbæ undanfarin 6 ár. Það má því búast við miklu stuði, trega og urrandi ástarjátningum í boði tónlistarmanna eins og Stevie Wonder, Arethu Franklin, Otis Redding og Van Morrison, svo fáeinir séu nefndir. Einvalalið söngvara og hljóðfæraleikara tekur þátt í sýningunni og eru söngvarar í ár þau Jóhanna Guðrún, Stefanía Svavars, Jón Jónsson, Eyþór Ingi og Helgi Björns. Hljómsveitarstjóri er Arnór B. Vilbergsson og kynnir er að venju Kristján Jóhannsson sem farið hefur á kostum hingað til. Sýningar fara fram í Andrews leikhúsinu á Ásbrú og er frumsýning 30. ágúst kl.20:00. Tvær sýningar verða sunnudaginn 3. september kl. 16:00 og 20:00. Miðasala á sýninguna hefst á slaginu klukkan 12:00 þann 9. ágúst næstkomandi og er hægt að tryggja sér miða hér. Meira frá SuðurnesjumGus Gus á LjósanóttATP Iceland hefst á Ásbrú á fimmtudag – Sjáðu dagskrána hérRauðhetta og Hans og Gréta heimsækja ReykjanesbæCourtyard hlýtur eftirsótt verðlaun annað árið í röðÞó líði ár og öld opnar á laugardag – Sjáðu myndirnar og fylgstu með á Snappinu!Guitar Islancio á Bryggjunni í Grindavík þann 18. ágústEinn framúrstefnulegasti fönk trommari heims mætir í HljómahöllJón Jónsson heldur tónleika í [...]