Nýjast á Local Suðurnes

Með blik í auga hópurinn fékk Súluna

Afhending Súlunnar, menningarverðlauna Reykjanesbæjar fyrir árið 2017 fór fram við hátíðlega athöfn í Duus Safnahúsum í dag kl. 14.00.  Verðlaunin eru veitt þeim sem auðgað  hafa menningarlíf sveitarfélagsins og var þetta í tuttugasta og fyrsta sinn sem Súlan var afhent.

Að þessu sinni hlaut menningarhópurinn „Með blik í auga“ verðlaunin fyrir framlag sitt til tónlistarlífs í Reykjanesbæ en frumkvöðlar og stýrimenn hópsins eru þeir Arnór B. Vilbergsson, Guðbrandur Einarsson og Kristján Jóhannsson Verðlaunagripurinn er silfursúla eftir listakonuna Elísabet Ásberg.