sudurnes.net
Margt um manninn á sögustund í Bókasafni Reykjanesbæjar - Local Sudurnes
Síðastliðinn laugardag var margt um manninn í Bókasafni Reykjanesbæjar. Notaleg sögustund með Höllu Karen var á dagskrá en þær sögustundir eru mánaðarlega; síðasta laugardag hvers mánaðar klukkan 11.30. Halla Karen las og söng úr hinni geysivinsælu Ávaxtakörfu sem öll börn í salnum þekktu. Börnin tóku undir í söngnum og mörg höfðu frá mörgu að segja varðandi ævintýri Ávaxtakörfunnar. Í Ráðhúskaffi var tilboð á barnamatseðli sem margir nýttu sér og óhætt er að segja að margt hafi verið um manninn en þegar leikar stóðu hæst voru um 120 gestir í safninu. Fyrsta laugardag hvers mánaðar eru Notalegar sögustundir á pólsku með Nicole og annan laugardag hvers mánaðar eru Notalegar sögustundir á ensku með Ko-Leen. Sögustundirnar eru alltaf klukkan 11.30 og alltaf er tilboð á barnamatseðli þegar Notalegu sögustundirnar eru. Meira frá SuðurnesjumHeimildarmynd um Reyni sterka verður dreift á heimsvísu – Myndband!Fjölbreytt þjóðhátíðardagskrá í ReykjanesbæBátalíkön Gríms til sýnis á nýPink Floyd messa í Keflavíkurkirkju á laugardagskvöldHr. Hnetusmjör tryllti lýðinn með Njarðvíkurgull um hálsinn – Myndband!Marcelina sigraði hæfileikakeppni SamsuðFékk viðurkenningu frá Reykjanesbæ og fálkaorðuna sama daginnBátasafn Gríms áhugaverðast í Duus Safnahúsum – Starfsfólkið frábærtSex milljónir til DuusSpinkick í Ísland Got Talent á sunnudag – Líkaðu við þau á Facebook!