sudurnes.net
Mannfélagið - Sumarsýning Listasafns Reykjanesbæjar opnar 4. júní - Local Sudurnes
Laugardaginn 4. Júní kl. 14.00 verður opnuð sumarsýning Listasafns Reykjanesbæjar, sem að þessu sinni ber heitið Mannfélagið. Á sýningunni eru verk eftir 21 listamann, aðallega málverk, en einnig er þar að finna ljósmyndaverk og skúlptúr. Elstur þessara listamanna er Ásgrímur Jónsson (1876-1958), en yngstur Aron Reyr (f. 1974). Listamennirnir eiga það sammerkt að vinna með margháttaðar birtingarmyndir mannlegra samskipta, ýmist beint og umbúðalaust eða með táknrænum hætti. Sjónarhorn þeirra getur verið einkalegt, faglegt eða félagslegt. Á þessari sýningu fjalla 10 konur og 11 karlmenn um samskiptamáta manneskjunnar og þær aðstæður sem kveikja mannleg samskipti. Flestir listamannanna virðast þeirrar skoðunar að Íslendingar myndi náin tengsl sín á meðal fyrst og fremst gegnum sameiginlega iðju, vinnu eða tómstundir, fremur en brýna tilfinningalega þörf. En sýning af þessu tagi er ekki félagsfræði; fyrst og fremst vekur hún okkur til umhugsunar um tungumál og sýnileika tilfinninganna. Flestar myndanna á sýningunni eru fengnar frá tveimur helstu söfnum landsins, auk þess sem listamennirnir sjálfir hafa lánað nokkrar myndir sem ekki hafa fyrr komið fyrir almennings sjónir. Meira frá SuðurnesjumEinhverfa og skipulögð kennsla – Fyrirlestur með Svanhildi SvavarsdótturMagnús Scheving með fyrirlestur í tilefni HeilsuvikuGrunnskólar settir á mánudag – 250 börn hefja skólagöngu í ReykjanesbæCourtyard hlýtur eftirsótt verðlaun [...]