sudurnes.net
Mæta Kópavogi í undanúrslitum Útsvars - Local Sudurnes
Lið Reykjanesbæjar og Kópavogs mæta í síðustu viðureign undanúrslitakeppninnar í Útsvari, spurningakeppni sveitarfélaga á RUV. Lið Reykjanesbæjar skipa Kristján Jóhannsson, Valgerður Björk Pálsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson. Liðið á góða möguleika á því að komast í úrslitaviðureignina þann 25. janúar. Liðið hefur staðið sig vel í vetur og unnið tvær viðureignir, á móti Hálendinu og Ísafjarðarbæ. Bæjarbúar eru hvattir til að standa vel við bakið á liðinu og hvetja það til dáða. Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með liðinu í sjónvarpssal þurfa að vera mættir í Útvarpshúsið Efstaleiti eigi síðar en klukkan 19:10. Meira frá SuðurnesjumSandgerðisbær keppir í Útsvari á morgun – Hvetja bæjarbúa til að mætaCourtyard hlýtur eftirsótt verðlaun annað árið í röðVel fagnað í skrúðgarðinum þegar Arnór Ingvi skoraði – Myndir og myndband!Minningarmót um Ragnar Margeirsson verður haldið í 12. sinn um helginaÞrettándagleði með hefðbundnum hættiKótilettur til styrktar börnum á SuðurnesjumMugison heldur tónleika á Vitanum í Sandgerði – “Vitinn er geggjaður staður”Blóðslettur og hnífar á víð og dreif um Bókasafn ReykjanesbæjarReykjanesbær býður í bílabíóSjóaranum síkáta aflýst í ár