Nýjast á Local Suðurnes

Lögreglan á Suðurnesjum vinsæl á samfélagsmiðlunum

Sóttu námskeið í notkun Facebook sem markaðstækis

Lögreglan á Suðurnesjum opnaði Facebook síðu embættisins í mars 2012 og var tilgangurinn meðal annars sá að ná betur til fólks í umdæminu. Ekki var að spyrja að viðtökunum. Aðsókn að síðunni varð fljótt mikil og hefur farið vaxandi. Vinir hennar nú eru tæplega 6700 sem eru um 30% af íbúafjölda Suðurnesja.

mavurinn magnus logreglan

Færsla lögreglunnar á Suðurnesjum á Facebook þar sem tilkynnt var um að mávurinn Magnús myndi sinna eftirliti úr lofti var vinsæl

 

Ýmis konar upplýsingar hafa borist gegnum síðuna sem hafa komið að góðum notum í ýmsum málum sem hafa ratað inn á borð hjá lögreglu. Má þar nefna upplýsingar um fíkniefnainnflutning, fíkniefnaræktanir og upplýsingar sem hafa upplýst um þjófnaði og margt annað. Ekki má gleyma tíðindum sem birst hafa á Facebooksíðu embættisins og ratað hafa í fjölmiðla, jafnvel í „heimsfréttir“ eins og myndskotið af „dansandi löggunni“. Jafnframt hefur Facebook reynst afar vel hvað varðar miðlun upplýsinga um veður og færð.

Hjá embættinu eru allnokkrir starfsmenn sem sjá um þessa síðu og eru þeir úr öllum deildum embættisins. Þrír þessara starfsmanna fóru á námskeið hjá endurmenntun Háskóla Íslands þar sem námsefnið var Facebook sem markaðstæki. Reyndist það námskeið mjög gagnlegt. Þá er lögreglan á Suðurnesjum einnig með Instagram aðgang sem finna má undir nafninu „policesudurnes“. Þar hafa birst ljósmyndir af daglegum störfum lögreglu og ýmsu léttmeti.

tyndur hundur logreglan

Facebook nýtist lögreglunni vel þegar finna þarf eigedur gæludýra