Nýjast á Local Suðurnes

Ljósanótt: Minningarstund III fimmtudaginn 3. september kl 17.00

Senn líður að hátíðarathöfn í Minningarlundi um ungmenni frá Reykjanesbæ sem hafa látist eða horfið. Fyrsta athöfnin fór fram á Sumardaginn fyrsta 2014, en þá voru afhjúpaðir 6 minningarplattar.

Athöfn II fór fram 6. september 2014 en þá voru afhjúpaðir 20 plattar og núna verða afhjúpaðir 5 plattar. Minningarlundurinn er hluti af Ungmennagarði sem staðsettur er við Hafnargötu 88.

Hugmyndin um lundinn kom frá Ungmennaráði Reykjanesbæjar sem vildi minnast ungs fólks frá Reykjanesbæ sem hefur látist eða horfið og voru á aldursbilinu 13-25 ára.

Íþrótta- og tómstundaráð lætur útbúa plattana og koma þeim fyrir og er allur kostnaður greiddur af Reykjanesbæ.

Lovísa Hafsteinsdóttir formaður Íþrótta- og tómstundaráðs ávarpar gesti.

Valdimar Guðmundsson söngvari syngur tvö lög og séra Baldur Rafn Sigurðsson sóknarprestur í Njarðvík flytur stutta hugvekju.

Fulltrúar frá skátum munu standa heiðursvörð.