sudurnes.net
Lifun flutt í heild sinni á tónleikum í Hljómahöll í kvöld - Local Sudurnes
Einvalalið tónlistarmanna mun flytja tónlist hljómsveitarinnar Trúbrot í Hljómahöll í kvöld. Á tónleikunum verður meðal annars eitt helsta meistaraverk íslenskrar tónlistarsögu, platan Lifun, flutt í heild sinni en á árinu verða liðin 45 ár frá því platan kom út. Meðlimir Trúbrots, þeir Gunnar Þórðarson og Magnús Kjartansson, skipa hljómsveitina ásamt frábærum hópi tónlistarmanna og söngvara sem munu án efa gera kvöldið ógleymanlegt. Fram koma: Magnús Kjartansson, píanó/söngur Gunnar Þórðarson, gítar/söngur Stefán Jakobsson, söngur Andri Ólafsson, söngur Stefanía Svavarsdóttir, söngur Eyþór Gunnarsson, orgel Gulli Briem, trommur Pétur Grétarsson, slagverk Friðrik Karlsson, gítar Jóhann Ásmundsson, bassi Meira frá SuðurnesjumNjarðvíkingar skelltu í afmælisveislu fyrir einn dyggasta stuðningsmanninnHljómlist án landamæra í Hljómahöll á sumardaginn fyrstaCourtyard hlýtur eftirsótt verðlaun annað árið í röðÍþróttafélagið Nes fékk styrk eftir skötuveisluKjöraðstæður fyrir brimbrettakappa í Grindavík18 útskrifuðust af Verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar KeilisFámennt en góðmennt í Jónsmessugöngu Grindavíkurbæjar og Bláa lónsinsStarfsmenn Brunavarna Suðurnesja heiðraðir á lokahófi KeflavíkurVinnu við fyrsta áfanga ungmennagarðsins í Grindavík að ljúkaHollur Suðurnesjaskyndibiti á Secret Solstice