Nýjast á Local Suðurnes

Krónan lokar fyrr vegna landsleiks

Fjöl­mörg­um fyr­ir­tækj­um var lokað snemma fyr­ir síðasta leik landsliðsins í riðlakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu gegn Aust­ur­ríki, bönk­um, trygg­inga­fé­lög­um og verslunum var lokað rétt fyrir klukkan fjögur. Leikur Íslands og Englands er á aðeins skárri tíma, viðskiptalega séð, en hann hefst klukkan 19 í kvöld.

Verslunarkeðjan Krónan, sem meðal annars rekur eina verslun á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka snemma í kvöld, eða klukkan 19. Verslanir Krónunnar eru alla jafna opnar til klukkan 21 á virkum dögum.

“Það er mik­il stemmn­ing í land­inu og við erum stemmn­ings­fyr­ir­tæki. Við ætl­um því bara að hafa gam­an af þessu og njóta,“ seg­ir Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri Krónunnar í spalli við mbl.is.