Nýjast á Local Suðurnes

Keflavíkurnætur komnar til að vera

Tónlistarmenn verða kynntir til leiks á næstunni

Keflavíkurnætur fara fram í Reykjanesbæ helgina 14.-16. ágúst næstkomandi. Hátíðin er haldin öðru sinni og er komin til að vera.  Hátíðin er tónlistarveisla þar sem helstu skemmtistaðirnir í bænum iða af lífi, enda dagskráin þéttsetin af vinsælasta tónlistarfólki landsins.

“Eins og ég greindi frá í fyrra þá taldi ég vanta smá líf í minn gamla heimabæ og ræddi við nokkra félaga sem hafa komið inn í þetta með mér,  þar sem ég hef aldrei gert neitt af þessu tagi áður. Keflavík er þekktur tónlistarbær og við verðum að halda uppi heiðrinum.  Þetta gekk framar vonum í fyrra og í stressinu fékk ég frábær viðbrögð frá fólki á öllum aldri sem sótti hátíðina og því kemur ekki annað til greina en slá til aftur þetta sumarið,” segir Árni Árnason skipuleggjandi hátíðarinnar í samtali við LS.

keflavikurnætur2

Til að byggja upp stemmingu fyrir hátíðinni verða tónlistarmenn og böndin sem koma fram kynnt til leiks á næstunni, eitt af öðru.

“Já þetta er bara til að hafa smá spennu í  þessu, en ég get lofað að þetta lítur vel út og verður virkilega skemmtilegt. Ég lofa allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Þetta snýst um að fólk komi saman og njóti og skemmti sér, það var frábært í fyrra að vinahópar og fjölskyldur komu á endurfundum og gerðu vel úr helginni,” segir Árni.

Á facebooksíðu hátíðarinnar er hafin leikur þar sem hægt er að vinna helgarpassa og hvetur Árni alla til að like-a síðuna og taka þátt, en neitar að leka upplýsingum um hverjir koma fram á hátíðinni.

local

Árni Árnason skipuleggjandi hátíðarinnar.