Nýjast á Local Suðurnes

Kántrytónlistarmaðurinn Jack Marks á Bryggjunni í kvöld

Jack Marks er kanadískt söngvaskáld, sem á leið sinni á túr um Ítalíu, millilendir á Íslandi til að leyfa okkur að kynnast tónlist hans lifandi.

Fyrstu tónleikar hans verða á Bryggjunni í Grindavík fimmtudaginn 8. september. Jack syngur sögur, vitnar í heimsbókmenntirnar og spilar á gítar lög sem hann semur undir margvíslegum áhrifum. Má þar nefna Johnny Cash, Tom Waits, Bruce Springsteen og hina ýmsu kántry listamenn. Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 21:00 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Tónleikarnir á Facebook