sudurnes.net
Jóhanna Ruth söng fyrir skólasystkini sín - Local Sudurnes
Jóhanna Ruth sigurvegari í Ísland Got Talent söng sigurlagið úr keppninni fyrir skólasystkini sín, kennara og starfsfólk í Myllubakkaskóla á sal skólans í morgun, að viðstöddum bæjarstjóra og sviðsstjóra fræðslusviðs Reykjanesbæjar. Jóhanna Ruth hefur lengið vakið athygli fyrir mikla sönghæfileika. Hún sigraði m.a. söngvakeppni Samfés sem fram fór í Laugardalshöllinni í fyrra. Framganga hennar í Ísland Got Talent vakti strax athygli og dómararnir fjórir voru ekki sparir á já-in í hennar garð. Hún söng sig áfram í úrslitin með Bonnie Tyler laginu „Holding out for a hero“ og fór svo alla leið á sunnudagskvöld með flutningi lagsins „Simply the best“, sem Tina Turner gerði þekkt. Það lag flutti hún á sal Myllubakkaskóla í morgun við mikil fagnaðarlæti viðstaddra. Bæði Myllubakkaskóli og bæjaryfirvöld notuðu tækifærið og færðu Jóhönnu Ruth hamingjuóskir. Bryndís Guðmundsdóttir skólastjóri Myllubakkaskóla og Eva Björg Sveinsdóttir deildarstjóri færðu Jóhönnu Ruth mynd eftir einn af kennurum skólans, Siggu Dís og Kjartan Már Kjartansson færði Jóhönnu Ruth blómvönd frá bæjarbúum. Meira frá SuðurnesjumJóhanna Ruth áfram í Ísland Got Talent – “Ein besta rödd sem ég hef heyrt á Íslandi”Hjörleifur syngur í Voice Iceland í kvöld – Tryggðu þér miða!Jóhanna Ruth vann Ísland Got TalentSýningin Við sjónarrönd opnar í dag – Áhrif [...]