Nýjast á Local Suðurnes

Ísland – Austurríki á risaskjá í skrúðgarðinum – Flott veðurspá fyrir daginn

Yfir tvöhundruð manns mættu í Skrúðgarðinn þann 14. júní síðastliðinn og nutu þess að horfa á fyrsta leik Íslands á Evrópumótinu í knattspyrnu, á geoSilica risaskjánum, en eins og öllum ætti að vera í fersku minni gerði liðið jafntefli við Portúgal.

Það var rjómablíða og mikil spenna og stemmning í loftinu í skrúðgarðinum þegar liðið lék gegn Portúgal og það má gera ráð fyrir enn meiri fjölda í skrúðgarðinn klukkan 16 í dag þegar Ísland leikur gegn Austurríki, enda veðurspáin fyrir daginn eins góð og hægt er að hugsa sér. Veðurstofan spáir Suðvestlægri eða breytilegri átt, 3-8 m/s, nokkrum skýjum og hita allt að 17 stigum. Þá telja þeir á Veðurstofunni vera smá líkur á stöku síðdegisskúrum.