sudurnes.net
Iðandi mannlíf um helgina - Local Sudurnes
Reykjanesbær mun iða af lífi, fjölmenningin blómstra og mannlífið með, ef fram fer sem horfir um helgina. Íbúar og gestir eru hvattir til að njóta menningarinnar og heimsækja Bókasafnið, sem verður miðpunktur samfélagsviðburða þessa helgi, venju samkvæmt. Á Bókasafninu er hið ljúfa og góða Ráðhúskaffi Angelu. Hér má opna Facebooksíðu Ráðhúskaffi Angela er í samstarfi við nokkra íbúa Reykjanesbæjar af pólskum uppruna á laugardaginn og verður með þjóðarréttinn Pierogi til sölu. Pierogi eru ljúffengir hálfmánar sem fylltir eru með mismunandi góðgæti. Hér má lesa nánar um réttinn Von er á dásamlegri ljósmóður sem starfar við Landspítalann, Edythe Mangindin. Edythe verður með almennt heilbrigðisspjall fyrir konur af erlendum uppruna frá kl. 11 – 13 og sérstakt spjall um barneignir og barneignaþjónustu frá kl. 13:30 til 15:30. Hér má lesa nánar um heilbrigðisspjallið og hér má lesa um spjall um barneignir og barnaeignaþjónustu Edythe er frá Bandaríkjunum og talar bæði íslensku og ensku, hún var í skemmtilegu viðtali við Víkurfréttir í vikunni. Hér má lesa viðtalið í Víkurfréttum Heimskonur hittast þennan laugardag, líkt og þær gera alltaf fyrsta laugardag í mánuði. Þær verða með notalega samverustund milli kl. 12 og 14. Hér má opna Facebook síðu Heimskvenna Í miðju safnsins verður hægt að spila fjölda tölvuleikja á gamaldags Nintendo tölvur. Hér má heimsækja [...]