sudurnes.net
Húsfyllir á styrktarkvöldi Heiðu Hannesar - Local Sudurnes
Það er óhætt að segja að mikið fjör hafi verið á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi síðastliðið laugardagskvöld en þá hélt Hermann Ragnarsson múrarmeistari, betur þekktur sem Hemmi Ragnars, upp á sextugs afmælið sitt. Hann hafði ákveðið að afþakka afmælisgjafir en bjóða fólki frekar upp á að styrkja Heiðu Hannesdóttur, sem glímt hefur við erfið veikindi eftir að hafa fengið hjartastopp árið 2012. Skemmtidagskráin á afmælis- og styrktarkvöldinu var ekki af verri endanum en á meðal þeirra sem komu fram voru uppistandarinn Ari Eldjárn, Eurovisionfarinn Friðrik Dór og Arnar Dór. Veislustjóri var Örvar Kristjánsson. Eins og sést á myndinni sem fylgir fréttinni mætti fjöldi fólks á svæðið og naut skemmtiatriðanna og styrkti um leið gott málefni. Hermann Ragnarsson og Heiða Hannesdóttir Meira frá SuðurnesjumAfmælisveislan verður styrktarkvöld fyrir Heiðu HannesarKósý-jólatónleikar til styrktar Heiðu HannesarVinsælast 2015: Myndir af Striki – Hér eru fleiri myndir!Kæstar kræsingar og mikið stuð á þorrablóti Lionsklúbbs NjarðvíkurÞróttarar reyndu við HeimiKótilettur til styrktar börnum á SuðurnesjumSækóngulær og krossfiskar í skólastofuLeikskólabörn setja upp sýningu – Fólkið í bænum “við erum allskonar”Tekur bæjarstjórinn fram fiðluna á Keflavíkurnóttum?Halla Tómasdóttir: “Ásbrú er frábært dæmi um hvernig við getum nýtt tækifærin”