sudurnes.net
Högni Egilsson með tónleika í Hljómahöll í kvöld - Local Sudurnes
Högni Egilsson hefur komið víða við á fjölbreyttum tónlistarferli sínum og leggur nú leið sína í Hljómahöllina, Reykjanesbæ. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferðalagi hans um landið í september og október og mun hann leika efni úr ýmsum áttum enda úr nógu að taka. Högni hefur samið tónlist með hljómsveitum sínum Hjaltalín og GusGus auk sólóverkefnisins HE. Þá hefur hann samið fjöldamörg tónverk fyrir leikhús, sjónvarp og kvikmyndir. Öll verkefnin eru undir og mega tónleikagestir því búast við einstakri tónlistarveislu. Tónleikar Högna á þessu ferðalagi munu fara fram á minni tónleikastöðum um land allt í því augnamiði að skapa nánd og eftirminnilega stemmingu meðal tónleikagesta. Forráðmenn Hljómahallarinnar telja að færri muni komast að en vilja og mælast til þess að fólk kaupi sér miða í forsölu og mæti snemma. Tónleikar Högna hefjast kl. 21:00 og húsið opnar 20:00. Meira frá SuðurnesjumSíldarkvöld Knattspyrnudeildar Njarðvíkur á föstudagskvöldMiðasala á ATP 2016 hafin – Lofa hljómsveitum sem aldrei hafa spilað á ÍslandiLjósanótt með svipuðu sniði – Framlag bæjarbúa skipar sífellt stærra hlutverkSaklaus hugmynd Suðurnesjamanns varð að “óstöðvandi skrímsli”Njarðvíkingar verða “Trítaðir í druslur” í kvöld – Tryggðu þér miða á lokahófið!Ljósanótt fór vel fram – Árgangagangan grímulaus að mestuTekur bæjarstjórinn fram fiðluna á Keflavíkurnóttum?Barnakór Grindavíkur 1977-1981 kemur saman [...]