Nýjast á Local Suðurnes

Gunnar Þórðarson tekur lagið á Ljósanótt

Einn af hápunktum Ljósanæturhátíðar í ár eru stórtónleikar Magnúsar Kjartanssonar og ljóssins engla á hátíðarsviðinu á laugardagskvöld. Með Magnúsi á sviðinu verða meðal annara Gunnar Þórðarson, Björgvin Halldórsson og Stefanía Svavarsdóttir. Einnig koma fram Stórsveit Suðurnesja, Jóhanna Ruth og Páll Óskar.

Í lok tónleika á hátíðarsviði verður Ljósanótt lýst upp með glæsilegri flugeldasýningu á Berginu í umsjón Björgunarsveitarinnar Suðurnes. Lag Gunnars, Gamli bærinn minn, verður þó ekki leikið að þessu sinni, eins og hefð er fyrir, en Gunnar bannaði notkun lagsins á dögunum, vegna deilna fjölskyldu hans við eina af undirstofnunum Reykjanesbæjar.