sudurnes.net
Glæsileg Sólseturshátíð framundan - Sjáðu dagskránna! - Local Sudurnes
Sólseturshátíðin í Garði verður formlega 23. – 26. júni, þó dagskrá hefjist mánudaginn 20. júní í íþróttamiðstöð Garðs með karlakvöldi í sundlaug. Síðan rekur hver viðburðurinn annan alla vikuna. Sólseturshátíð var haldin í fyrsta skipti árið 2005 og er nú árlegur viðburður í Garði, sem Garðbúar geta verið stoltir af. Sólseturshátíðin er fjölskylduhátíð, haldinn á Garðskaga við góðar aðstæður, fallegt umhverfi með fjölbreyttri dagskrá. Má þar nefna stuttar gönguferðir, menningar- og sögutengda fræðslu fyrir börn og fullorðna, fjöruferð fyrir börnin, leiki og leiktæki, tónlistaratriði, kveiktur varðeldur og málverkasýningar. Á Garðskaga er góð aðstaða fyrir tjaldbúa, tjaldvagna og húsbíla. Snyrting, rennandi vatn og rafmagn er til staðar. Sólseturshátíðin 2016, verður dagana 23. júní til 26. júní. Dagskrá hátiðarinnar 2016. Meira frá SuðurnesjumGrindvíkingar leita til listamanna – Opinn undirbúningsfundur vegna MenningarvikuSamþykktu tugi styrkja og samninga til menningarmálaJólaljós tendruð um öll Suðurnes um helginaGunnar Helgason leikstýrir barnasýningu Leikfélags KeflavíkurKeflvíkingar töpuðu toppslagnum í spennutrylliEinar Orri mun leika með Keflvíkingum í 1. deildinniÓkeypis aðgangur skilaði 26% fjölgun gestaUnglingar úr Garði og Sandgerði tóku þátt í Landsmóti SamfésGarðbúar rokkuðu feitt í Eldborgarsal HörpuSöfnuðu 450.000 fyrir minningar- og styrktarsjóð Ölla