Nýjast á Local Suðurnes

Geoparkvikan í fullum gangi – Lýkur með Bláa lóns ákoruninni á laugardag

Þessa dagana stendur Reykjanes UNESCO Global Geopark fyrir sinni fjórðu Geoparkviku, dagskráin hófst þann 6. júní og stendur til 11. júní, þegar hin árlega Blá lóns áskorun í fjallahjólreiðum fer fram.

Sambærilegar vikur eru haldnar um alla Evrópu í maí og júní. Margir skemmtilegir og fróðlegir viðburðir eru á dagskrá útum allt Reykjanes, en til að mynda verður gönguferð um Hópsnesið í dag. Dagskrá vikunnar má sjá í heild sinni hér að neðan:

Alla vikuna:

Reykjanes Geopark í bókum
Bókasöfnin fimm á Suðurnesjum kynna bækur sem fjalla um sögu, mannlíf, náttúrufar og útivist í Reykjanes Geopark alla dagana. Nálgast má upplýsingar um opnunartíma safnanna á heimasíðum sveitarfélaganna.

Þriðjudagur 7. júní- Hópsneshringurinn

Gönguferð um Hópsnesið. Hópsnes er heillandi náttúru- og útivistarperla við Grindavík. Þar má bæði finna minjar um byggð sem nú er horfin og flök strandaðra skipa sem minna okkur á kraft og vægðarleysi náttúruaflanna.

Miðvikudagur 8. júní – Gönguferð frá Gunnuhver að Háleyjabungu

Háleyjabunga er 25m djúp og fallega mynduð dyngja þar má finna langt að komið berg með afar sérstökum kristöllum. Þaðan er gengið með ströndinni út að Skarfavita og þaðan að Reykjanesvita þar sem stendur til að byggja upp aðstöðu fyrir ferðamenn. Boðið er uppá rútu kl. 19:00 frá Hópferðum Sævars, Vesturbraut 12 í Reykjanesbæ. Kostnaður við rútu er 1.000 kr. Lagt verður af stað frá bílastæði við Gunnuhver kl. 19:30. Leiðsögumaður er Rannveig L. Garðarsdóttir.

Fimmtudagur 9. júní – Námskeið fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu

Reykjanes jarðvangur og Markaðsstofa Reykjaness standa fyrir námskeiði fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu á Reykjanesskaga. Námskeiðið hefst kl. 8:30 og er í formi kynnisferðar um svæðið. Skráning og nánari upplýsingar á markadsstofareykjaness.is.

Bókmenntaganga frá Bókasafni Reykjanesbæjar
Ragnhildur Árnadóttir bókasafnsfræðingur og Rannveig Lilja Garðarsdóttir leiðsögumaður leiða gönguna en farið verður á söguslóðir úr bókinni Fiskarnir hafa enga fætur eftir Jón Kalman Stefánsson. Saga bókarinnar gerist að stórum hluta í Keflavík og ætla þær stöllur að ganga með hópinn um helstu staði sem tengjast sögunni. Gangan hefst kl. 19:30 og verður gengið frá Átthagastofu í Bókasafni Reykjanesbæjar.

Föstudagur 10. júní – Útgáfuhóf í tilefni nýs gönguleiðakorts

Unnið hefur verið nýtt göngu- og útivistarkort fyrir Reykjanes UNESCO Global Geopark. Í tilefni af útgáfu kortsins verður boðið til útgáfuhós föstudaginn 10. júní kl. 14 í Gestastofu Reykjanes Geopark í Duushúsum í Reykjanesbæ.

Laugardagur 11. júní – Bláa Lóns Áskorunin 2016

Bláa Lóns Áskorunin er stærsta fjallahjólakeppni ársins á Íslandi. Það er áskorun en ekki síður afrek, að ljúka hinni 60 kílómetra leið, frá Völlunum í Hafnarfirði, gegnum eystri hluta Reykjanes UNESCO Global Geopark að Svartsengi í Grindavík.
Nánari upplýsingar er að finna á bluelagoonchallenge.is.