sudurnes.net
Fyrirtæki loka snemma í dag - Bankar og tryggingafyrirtæki skella í lás klukkan 15.30 - Local Sudurnes
Leik­ur Íslands og Aust­ur­rík­is um sæti í 16 liða úrslitum Evrópukeppninnar í knattspyrnu hefst, eins og allir ættu að vita, klukk­an 16 í dag og virðast flest­ir ætla að vera til­bún­ir við skjá­inn á þeim tíma. Fjöl­mörg fyr­ir­tæki ætla að gefa starfs­mönn­um færi á að fylgj­ast með ís­lenska landsliðinu spila þennan mikilvægasta leik í sögu landsliðsins og munu loka snemma í dag eða klukkan 15.30. Útibúum Íslands­banka og Landsbanka verður lokað klukk­an 15:30 í dag og sömu sögu er að segja af trygg­inga­fé­lög­unum, VÍS, Sjóvá, TM og Vörður skella í lás og fleiri fyr­ir­tæki bæt­ast í hóp­inn með hverri mín­útu sem líður. Meira frá SuðurnesjumAllir leikirnir í 16-liða úrslitunum sýndir á EM-SkjánumÁnægja með EM-Skjáinn – Allir leikirnir í 8 liða úrslitunum í beinni á skjánumCourtyard hlýtur eftirsótt verðlaun annað árið í röð900 númerin loka á morgun – En Sigvaldi safnar áfram fyrir UmhyggjuNjarðvík náði jafntefli gegn toppliðinuReykjanesbær mætir Árborg í Útsvari á föstudagStæði fyrir húsbíla og ferðavagna á tveimur stöðum á LjósanóttMár og Ísold fá annað tækifæriAndlit Bæjarins færðu Hæfingarstöðinni myndir að gjöfÍsland – Austurríki á risaskjá í skrúðgarðinum – Flott veðurspá fyrir daginn