Nýjast á Local Suðurnes

Friðarhlauparar mættu í Garðinn

Í gær mættu í Garðinn hlauparar frá friðarhlaupi Sri Chinmoy, en hlaupararnir koma frá 4 löndum, Íslandi, Kólombíu, Ástralíu og Tékklandi. Hópurinn mætti við stóra skiltið við Réttarholtsveg og hlupu stutta vegalengd með börnum og ungmennum.

Hópur krakka tók á móti þeim út við skiltið og skokkað með hópnum. Á leiðinni bættust börnin í kofabyggðinni í hópinn og einnig hópur frá leikskólanum Gefnarborg. Hlaupið var með friðarkyndil sem börnin skiptust á að halda á.

Stoppað var við friðartréð í Bræðrarborgargarðinum, sem hópur frá friðarhlaupinu setti þar niður sumarið 2013, þar sem hlaupararnir sungu friðarlag og fóru yfir hve friðurinn er mikilvægur og að allir ættu alltaf að geta fundið frið í eigin hjarta.