Nýjast á Local Suðurnes

Friðarganga í Grindavík á föstudag

Föstudaginn 6. janúar fer fram hin árlega friðarganga í Grindavík, en göngunni þurfti að fresta í tvígang í aðdraganda jóla vegna veðurs. Markmið göngunnar er að efla samkennd og samhug með því að boða jákvæðni, gleði og kærleika í samfélaginu. Allir Grindvíkingar eru velkomnir að slást með í för.

Bæjaryfirvöld í Grindavík biðla til ökumanna að sýna biðlund og virða þær lokanir sem verða á götum bæjarins. Lokanir hefjast kl. 08:00 og standa til 08:30. Rétt er að vekja athygli á að eftir að lokunum lýkur verða fjölmörg börn á ferð á leið aftur í skóla sína.

fridaganga grindav