Nýjast á Local Suðurnes

Fögnuðu flottum breytingum á Eldey Hotel – Myndir!

Eldey Hotel á Ásbrú fagnaði á dögunum stórum áfanga þegar framkvæmdum við breytingar á hótelinu lauk, en unnið hefur verið hörðum höndum undanfarna mánuði  að því að mála öll herbergi, skipta út öllum rúmum og skreyta veggi meðal annars með ljósmyndum af Reykjanesinu.

Hótelið, sem áður hét Heilsuhótel Íslands er í eigu Péturs Björnssonar, konu hans og barna þeirra og eru það systurnar Sunna Guðrún og Bryndís Pétursdætur sjá um daglegan rekstur hótelsins.

„Við erum mjög stolt af árangrinum og nýja útlitinu,“ sagði Sunna Pétursdóttir í samtali við Suðurnes.net „Við bjóðum upp á gistingu í 49 herbergjum og er geymsla á bíl innifalin í verðinu. Aðstaðan er líka mjög flott, en á hótelinu eru heitir pottar, infra rauð sauna og bar. Það má því segja að þetta sé góður kostur, bæði fyrir hópa sem vilja njóta þess sem Reykjanesið hefur upp á að bjóða, eða fyrir fólk sem er að ferðast til og frá Keflavíkurflugvelli.“ Sagði Sunna.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í hófinu, en fjöldi fólks mætti á svæðið auk þess sem stórsöngvarinn Valdimar Guðmundsson mætti og tók nokkur lög.

Eldey-Airport-Utimynd (1)

Eldey hotel1

Eldey hotel2

 

Eldey hotel4

 

Eldey hotel5

 

nagrannar

 

lokal gestir