Nýjast á Local Suðurnes

Fjölskyldudagar í Vogum – Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi

Fjölskyldudagar Sveitarfélagsins Voga verða haldnir hátíðlegir með ýmsum hætti dagana 8.-14. ágúst. Þetta er í tuttugasta skipti sem hátíðin fer fram og verður hún stútfull af skemmtilegri fjölskyldudagskrá. Fjölskyldudagar eru kjörið tækifæri fyrir fjölskyldur og vini til að eiga góðar samverustundir og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Sem dæmi um viðburði Fjölskyldudaga má nefna: golfmót, varðeld, hverfaleika, fjölskyldudorgveiði, kassabílarallý, hverfagrill, strandarhlaup, handverksmarkað, leiktæki, bílasýningu, hverfagöngu, andlitsmálning, járnbrautarlest, söngkeppni, sápubolta, fjársjóðsleit, karamelluflug, Sirkus Íslands og flugeldasýningu auk fjölda tónlistar-, menningar- og skemmtiatriða. Þá verður frítt í golf föstudag, laugardag og sunnudag fyrir alla í boði Golfklúbbs Vatnsleysustrandar.

Dagskránna í heild sinni má finna hér.