Nýjast á Local Suðurnes

Brimróður sigraði í Maggalagakeppni Rásar 2

Hljómsveitin Brimróður frá Grindavík var krýnd sigurvegari í lagakeppni sem haldin var á Rás 2 til heiðurs Magnúsi Eiríkssyni í tilefni af sjötugsafmælis hans. Sveitin gerði sína eigin útgáfu af laginu Þorparinn sem heillaði bæði dómnefnd og hlustendur.

Fjöldi laga barst í keppnina og voru tíu þeirra valin í úrslit. Hlustendur gátu þar kosið um besta lagið og höfðu þeir helmings vægi við dómnefnd, sem Magnús Eiríksson sat sjálfur í. Að lokum var það skemmtileg útsetning Brimróðurs á Þorparanum sem þótti best. Sveitin hlýtur að launum glæsilega vinninga frá Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar, Kaffi Rósenberg og eintök af nýju Magga Eiríks safninu frá Senu.

Hér má svo heyra sigurlagið.