Nýjast á Local Suðurnes

Brimróður í úrslitum Maggalagakeppni Rásar 2

Í tilefni af sjötugsafmæli tónskáldsins Magnúsar Eiríkssonar hefur Rás 2 efnt til tökulagakeppni honum til heiðurs. Tugir laga bárust í keppnina en innanhúsdómnefnd valdi 10 lög sem keppa nú til úrslita. Almenningur getur kosið sitt uppáhalds lag á vef Rásar 2 en úrslitin verða tilkynnt föstudaginn 25. september.

Grindvíkingar eiga sína fulltrúa í þessari keppni en það er hljómsveitin Brimróður sem flytur lagið Þorparann í sinni útsetningu og verður að segjast að þeir piltar komast ansi vel frá þessu verkefni.

Brimróður skipa þeir Tómas Guðmundsson, Guðjón Sveinsson, Kári Guðmundsson og Arnar G. Kárason. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Brimróður steig á stokk í Menningarviku 2013.

Smelltu hér til að hlusta á lagið og taka þátt í kosningunni.