Nýjast á Local Suðurnes

Blöðrur og bombur á Pallaballi á Ljósanótt

Öllu verður tjaldað til í glamúr og glæsileika þegar diskóboltinn og Eurovisionfarinn fyrrverandi Páll Óskar mun stjórna stuðinu í Stapanum.

Ballið er haldið í tengslum við Ljósanótt og fer fram þann 3. september næstkomandi. Páll Óskar mun þeyta skífum af sinni alkunnu snilld auk þess að taka öll sín bestu lög.

Í tilkynningu um tónleikana kemur fram að þegar leikar standa sem hæst muni Palli fara á kostum ásamt dönsurum sínum, bombum, blöðrum og tilheyrandi skrauti.

18 ára aldurstakmark er á tónleikana.