sudurnes.net
Barnakór Grindavíkur 1977-1981 kemur saman á ný í Menningarvikunni - Local Sudurnes
Við setningu Menningarvikunnar 12. mars kl. 17:00 í Grindavíkurkirkju verður stórmerkilegur tónlistarviðburður í Grindavík. Þá stígur Barnakór Grindavíkur frá árunum 1977-1981 á svið einum 35 árum síðar og tekur nokkur lög undir stjórn Eyjólfs Ólafssonar. Alls munu um 20 meðlimir kórsins koma fram, m.a. kemur ein gagngert frá Svíþjóð og önnur austan af fjörðum til þess að taka þátt. Þetta kefmur fram á vef Grindavíkurbæjar, en þar er að finna upplýsingar um þá sem skipa kórinn. Upphaf endurkomunnar má rekja til þess að í haust voru settar inn á Youtube upptökur úr sjónvarpssal frá 1978 þar sem kórinn söng nokkur lög fyrir Stundina okkar. Upptakan fór fljótlega á samfélagsmiðla og vakti mikla athygli. Þetta varð kveikjan að því að kalla kórinn saman á ný í tilefni Menningarvikunnar. Undirtektir voru frábærar og hefur kórinn æft undanfarnar vikur á ný, undir stjórn Eyjólfs. Mun kórinn flytja lög sem öll eru eftir Eyjólf. Barnakórinn ferðaðist víða á sínum tíma, bæði innalands og utan. Kórinn fór í ævintýraferðir til Færeyja, Finnlands og Svíþjóðar og var gerður mjög góður rómur að flutningi hans. Ferðirnar vöktu mikla athygli og var talsvert fjallað um þær í fjölmiðlum, ekki síst í Finnlandi og Færeyjum. Að sögn Eyjólfs vissi [...]