sudurnes.net
Barnakór frá árinu 1978 með flotta endurkomu á Menningarviku - Myndband! - Local Sudurnes
Barnakór Grindavíkur frá árunum 1977-1981 steig á svið einum 35 árum eftir að hafa sungið saman síðast og tók nokkur lög undir stjórn Eyjólfs Ólafssonar. Alls komu um 20 meðlimir kórsins fram, meðal annars kom ein gagngert frá Svíþjóð og önnur austan af fjörðum til þess að taka þátt í söngnum. Barnakórinn ferðaðist víða á sínum tíma, bæði innalands og utan. Kórinn fór í ævintýraferðir til Færeyja, Finnlands og Svíþjóðar og var gerður mjög góður rómur að flutningi hans. Ferðirnar vöktu mikla athygli og var talsvert fjallað um þær í fjölmiðlum, ekki síst í Finnlandi og Færeyjum. Kórinn hefur greinilega engu gleymt eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Meira frá SuðurnesjumBarnakór Grindavíkur 1977-1981 kemur saman á ný í MenningarvikunniLjósanótt fór vel fram – Árgangagangan grímulaus að mestuHjörleifur betri að mati allra þjálfara og komst áfram í The Voice IcelandElíza á TrúnóKjöraðstæður fyrir brimbrettakappa í GrindavíkSýning á Þingvallamyndum í DUUS – Framlag Reykjanesbæjar til fullveldishátíðarinnar 2018Högni Egilsson með tónleika í Hljómahöll í kvöldListahátíð barna í Reykjanesbæ í þrettánda sinnEiríkur Árni Sigtryggson valinn Listamaður Reykjanesbæjar 2018-2022Flott flugeldasýning á Ljósanótt þrátt fyrir slæmt skyggni