sudurnes.net
Barnahátíð og Skemmtigarðurinn í samstarf - Local Sudurnes
Í stað hefðbundins fjölskyldudags á Barnahátíð, sem fella þurfti niður vegna samkomutakmarkana, hefur nú verið brugðið á það ráð í samstarfi við Skemmtigarðinn að bjóða upp á ótrúlega skemmtilegan þrautaleik fyrir fjölskyldur í Reykjanesbæ helgina 23. – 24.maí og þjófstarta um leið Hreyfivikunni sem hefst formlega 25. maí. Það eina sem þarf til að taka þátt er sími og að skrá sig til leiks. Leikurinn verður opinn alla helgina og hægt er að hefja þátttöku hvenær sem fólki hentar. Í boði eru 4 leikir; Njarðvík, Innri-Njarðvík, Keflavík og Ásbrú og Hafnir. Hægt er að velja hvaða leik sama hvar fólk býr. Hægt er að spila einn leik, tvo, þrjá eða alla eftir hentisemi hverrar fjölskyldu. Verðlaun verða veitt fyrir ýmsa þætti í leiknum auk þess sem heppnir þátttakendur verða dregnir út. Fjölskyldur eru hvattar til að fara saman í góðan göngutúr og leysa ótrúelga skemmtilegar og auðveldar þrautir víðs vegar um bæinn. Skráning fer fram hér Meira frá SuðurnesjumListahátíð barna haldin í fjórtánda sinnFjölskylduratleikur í ReykjanesbæBrenna og flugeldasýning á þrettándagleðiFjölmiðlahópur 3S tók lauflétt viðtöl við valinkunna Sandgerðinga – Myndband!Vogabúar með þrettándagleði í dag – Allir yngri en 12 ára fá glaðningBlóðslettur og hnífar á víð og dreif um Bókasafn ReykjanesbæjarNjarðvíkingar verða [...]