Nýjast á Local Suðurnes

Ásmundur Friðriksson fékk Lundann frá Kiwanisklúbbnum Keili

Hið árlega Lundakvöld Kiwanisklúbbsins Keilis var haldið í gærkvöldi, samhliða Lundakvöldinu er veittur gripur, Lundinn,  til einstaklings sem hefur látið gott af sér leiða og unnið óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins, bæjarbúa eða bæjarfélagsins Reykjanesbæjar. Verðlaunagripurinn er uppstoppaður lundi.

Auglýsing: Þessir gaurar útvega ekki lunda

Að þessu sinni var Lundinn veittur alþingismanninum Ásmundi Friðrikssyni, vegna “Skötumessu að sumri,” sem haldin í Garði og Ásmundur er upphafsmaður að ásamt Guðjóni Sigurðssyni formanni MND félagsins.

Það var fjölmenni á Lundakvöldi Kiwanisklúbbsins Keilis

Það var fjölmenni á Lundakvöldi Kiwanisklúbbsins Keilis

“Ég er afar þaklátur Kiwanismönnum í Keili fyrir þessa viðurkenningu til mín. Hún er þakklæti til þeirra allra 400 sem á hverju ári á Skötumessuna í Garði og eru til staðar að afhenda styrkina í lok hvers kvölds og eru þannig virkir þátttakendur í verkefninu alla leið.

Ég er ekki einn, heiðurinn eiga Sigríður Magnúsdóttir konan mín sem alltaf stendur við bakið á mér sama hvð ég tek mér fyrir hendur. Theodór Guðbergsson og Jóna Halla Hallsdóttir, Þórarinn Guðbergsson og Ingunn Pálsdóttir,Ingunn Og Þórarinn, Gudlaugur Helgi Sigurjonsson, Axel Jónsson, Guðjón Sigurðsson, Hafsteinn Guðnason, Eydís Og Hafsteinn, Fiskmarkaður Suðurnesja, H. Pétursson ehf, Skólamatur og fleiri og fleiri.

Ég er fullur þakklætis að vera komin í hóp 14 frábærra einstaklinga sem hver á sinn hátt hefur lagt samfélaginu í Reykjanesbæ og Suðurnesjum til óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins.” Segir Ásmundur á Facebook-síðu sinni.