Nýjast á Local Suðurnes

Árleg friðarganga Grindvíkinga á fimmtudag

Hin árlega friðarganga Grindvíkinga verður fimmtudaginn 10. desember n.k. Gangan er samstarfsverkefni skólastofnanna í Grindavík. Athöfnin hefst kl. 09:15 við íþróttamiðstöðina en upp úr kl. 9 gengur hver skólastofnun að nýja torginu við íþróttamiðstöðina. Markmið göngunnar er að efla samkennd og samhug með því að boða jákvæðni, gleði og kærleika í samfélaginu.

Dagskrá:

1. Barnakór Grindavíkur syngur 2 lög. Undirleikari: Renata Ivan.
2. Núvitund. Umsjón: Halldóra og Harpa.
3. Sr. Elínborg flytur stutt friðarávarp og síðan verður örstutt þögn þar sem hver og einn upplifir friðinn í sjálfum sér.
4. Kórinn syngur: Bjart er yfir Betlehem.
Að loknum söng gengur hver hópur til síns skóla.

Lögreglan og starfsmenn áhaldahúss munu aðstoða við að loka götum og starfsmenn HS Orku munu sjá til þess að slökkt verði á ljósastaurum milli kl. 08:45 – 09:45.
Leikskólarnir munu bjóða foreldrum að taka þátt í göngunni. Eldri borgurum verður send tilkynning og þeir hvattir til að taka þátt og mæta við athöfnina.