Nýjast á Local Suðurnes

Áramótabrennur á Suðurnesjum – Boðið upp á brennu í Reykjanesbæ

Boðið verður upp á áramótabrennur í öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum í ár, þar á meðal í Reykjanesbæ, en undanfarin ár hafa íbúar þessa stærsta sveitarfélags svæðisins notið þess að horfa á áramótabrennur í nágrannasveitarfélögunum.  Hér fyrir neðan er að finna lista yfir staðsetnigu og stund á brennum á Suðurnesjum um áramótin:

Reykjanesbær: Njarðarbraut 20 (gamla steypustöðin) kl 21:00

Sandgerði: Austan Stafnesvegar, sunnan við íþróttasvæði Reynis kl 20:00

Garður: Á Melavellinum við gamla Víðishúsið kl 20:00

Grindavík: Bót við Grindavík kl 20:30

Vogar: Grænuborgarsvæðið kl 20:00