Nýjast á Local Suðurnes

Afhentu verðlaun fyrir best skreyttu húsin á Sólseturshátíðinni

Verðlaunaafhending fyrir best skreyttu húsin á Sólseturshátíðinni, fór fram í síðustu viku en þá komu verðlaunahafar saman á bæjarskrifstofu, þar sem þeim var þökkuð þáttakan og verðlaun afhent.

Umhverfisnefnd og Sólseturhátíðarnefnd höfðu ákveðið að velja eitt hús í hverju hverfi og fyrir valinu urðu:

Rauða hverfi                    Lyngbraut 4        Hólmfríður Magnúsdóttir og Árni Guðnason
Gula hverfi                       Sunnubraut 18    Helga Björk Heimisdóttir og Rúnar Friðriksson
Græna hverfi                   Kjóaland  9          Sigrún Jónsdóttir og Hafsteinn  Ársælsson
Appelsínugula hverfi     Eyjaholt  5           Bryndís Rögnvaldsdóttir og Unnar Guðmundsson

Verðlaunagripirnir eru grjót úr Garðskagafjöru sem á eru steyptir glerbútar og glerperlur í litbrigðum hvers hverfis fyrir sig. Listaverkin má hafa bæði úti eða inni en þau gerði Ásta Óskarsdóttir, listamaður og fulltrúi í umhverfisnefnd Garðs.