sudurnes.net
Garðbúar duglegir að skreyta húsin á Sólseturshátíðinni - Local Sudurnes
Við lok Sólseturshátíðar í Garði á dögunum komu saman fulltrúar sólseturshátíðar-, og umhverfisnefndar bæjarins og fóru yfir þau hús sem best þóttu skreytt yfir Sólseturshátíðina. Til stóð að velja best skreytta húsið í bænum, en borin var upp tillaga að velja eitt hús úr hverju hverfi og var hún samþykkt. Nefndin valdi eftirfarandi hús sem þau best skreyttu í hverfunum. Í rauða hverfi, Lyngbraut 4, í appelsínugula hverfi, Eyjaholt 5, í græna hverfi, Kjóaland 9 og í gula hverfi Sunnubraut 18. Nefndirnar óska íbúum til hamingju með útnefninguna og þakkar öllum, þeim er skreyttu hús sín, fyrir þátttökuna. Þess var einnig getið í fundargerð að hrósa sérstaklega íbúum við Sunnubraut fyrir mikla þátttöku, samheldni og samstöðu í fallegum skreytingum sem virka hvetjandi fyrir alla. Meira frá SuðurnesjumMagnús í kassanum sló í gegn á þrettándagleðiHalla Tómasdóttir: “Ásbrú er frábært dæmi um hvernig við getum nýtt tækifærin”Kórar Íslands í beinni frá Ásbrú – Myndband!Fegurð í náttúrufegurð – Kardashian systur skemmtu sér í Bláa lóninuAfhentu verðlaun fyrir best skreyttu húsin á SólseturshátíðinniLaugardagsLjósanótt heppnaðist vel – Myndir!Idolið tekið upp að hluta í Hljómahöll – Myndir!Landsbankinn, Nettó og HS Orka helstu styrktaraðilar LjósanæturSuðurnesjaleikarar í EM auglýsingu Icelandair – Myndir!Sumir fóru langt yfir strikið á Strikinu – [...]