Nýjast á Local Suðurnes

Lýsa yfir hættustigi Almannavarna

Mynd: Visit Reykjanes

Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur lýst yfir hættu­stigi al­manna­varna vegna öfl­ugu jarðskjálfta­hrin­unn­ar sem enn er í gangi á Reykja­nesskaga.

Þetta er gert í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á höfuðborg­ar­svæðinu, lög­reglu­stjór­ann á Suður­nesj­um og Veður­stofu Íslands, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá al­manna­vörn­um.

Hættu­stigi er lýst yfir til að sam­hæfa aðgerðir og verklag ým­issa verklagsaðila og stofn­ana. Það hafi ekki áhrif á al­menn­ing, segir í tilkynningu.