Nýjast á Local Suðurnes

Líklegt að íbúakosning fari fram – “Munum örugglega leita ráða hjá íbúum”

Friðjón Einarson, forseti bæjarráðs í Reykjanesbæ, segir að ef undirskriftalisti með nöfnum 2700 íbúa sveitarfélagsins sem Andstæðingar stóriðju í Helguvík lögðu fram í gær reynist löglegur muni íbúakosningar um hvort kísilverksmiðja Stakksbergs fái að hefja starfsemi á ný og um það hvort kísilverksmiðja Thorsil verði reist í bæjarfélaginu fara fram.

„Já, við höfum sagt það allan tímann, þessi meirihluti sem nú er við völd, að við munum leita ráða hjá íbúum varðandi þær breytingar á lóðinni sem þeir hafa til umráða. Það er ekki alveg tímabært eins og er þar sem við erum ekki komin með gögn frá fyrirtækinu. Þeir eru að vinna að skipulagsmálum og eru ekki búin að kynna þau fyrir okkur. Við munum örugglega leita ráða hjá íbúum þegar við fáum allt skipulagið til kynningar,“ segir Friðjón. „Þetta er mikill földi. Í kringum 20 prósent íbúa skrifuðu undir þennan lista. Samkvæmt lögum þá er okkur skylt að hafa íbúakosningu,“ segir Friðjón í samtali við RÚV.